BIRK - Reykjavíkurflugvöllur

 Reykjavíkurflugvöllur 

 

Athuga:  Þeir sem eru með Aerosoft - BIKF Keflavik verða að endurskýra möppuna í X-Aerosoft - BIKF Keflavik til að BIRK-JK-v6 birtist rétt.  Aerosoft - BIKF Keflavik er með eldgamla útgáfu af BIRK flugvellinum sjálfum sem yfirtekur annars BIRK-JK

Ég tók þá ákvörðun að aðskilja BIRK frá Reykjavik (landslag),  Perlan fylgir BIRK vegna vitans.

Hér er hægt að nálgast BIRK JK v6 , zip þjappað 206 MB

Þar sem viðbætur t.d. vellir nota önnur söfn þarf að ná í World Models library ásamt fleirum.  Sjá lista hér

Bætir það verulega úr ásýndinni að nota líka W2XP - Ísland með vellinum.

Sérstaklega ef það er stillt verulega hátt á "Number of World Objects"

Athugið að W2XP - Ísland og World models verða að vera fyrir neðan flugvellina í scenery_pack.ini

 

 

BE-JK Reykjavík

 Reykjavík 

 

Hér er útgáfa 3 af Reykjavík frá mér og Böðvari Eggertssyni.

Hér er hægt að nálgast pakkann með þekktum byggingum í Reykjavík og Bessastaði, zip þjappað 430.65 MB

Margt er eftir af kennileitum og meira kemur í næstu útgáfu.

Hér er BE-JK-Reykjavík v.3